Hraðbraut kynnir:
… hradnam.is – því betur vinnur vit en strit!
Á námskeiði okkar lærir þú:
… aðferðir til að auka afköst í námi og starfi með minni fyrirhöfn!
… aðferðir til að bæta árangur við þjálfun í listum og íþróttum!
Hraðbraut – hraðnám: Við sérhæfum okkur í aðferðum til
að bæta árangur í námi, starfi, íþróttum og listum!
Um hradnam.is
Öll erum við í slag sem ekkert okkar vinnur. Það er slagur okkar við tímann.
Ég lofa þér þó því að þátttaka á þessu námskeiði í hraðnámi, mun gera hlut þinn betri í þeirri baráttu.
Ég þykist vita að þú ert hingað komin(n) vegna þess að þig langar til að breyta til í lífinu, ná betri árangri í námi eða starfi, hefja nýtt nám, ná betri árangri við þjálfun í listum eða íþróttum eða einhverju öðru sem skiptir þig miklu máli.
Ef þú hefur kjarkinn til að stíga skrefið munum við kenna þér aðferðirnar. Nýr ferill þinn getur byrjað í dag með ákvörðun um að gera betur en þú hefur gert til þessa. Stígðu skrefið og skráðu þig á námskeið hér og nú!
Á námskeiðinu muntu á þremur vikum læra námsaðferðir sem engum hugkvæmdist að kenna þér í nokkrum skóla sem þú hefur gengið í. Þú munt læra aðferðir sem hinir mestu snillingar hafa beitt til að ná einstökum árangri. Aðferðirnar, sem eru byggðar á rannsóknum margra helstu fræðimanna veraldarinnar á 21. öldinni, eru nú þegar þrautreyndar af nemendum sem náð hafa frábærum árangri í námi, starfi, listum og íþróttum, samhliða kröftugri virkni í félagslífi, góðri hvíld og svefni; með öðrum orðum, með miklu minni fyrirhöfn.
Það sem við kennum þér byggist á rannsóknum þekktra fræðimanna og okkar um lestur, nám, vinnu og þjálfun.
Það er sannfæring okkar að færni þín, eftir að hafa lokið námskeiðinu, muni létta þér nám og starf í framtíðinni!
Um Hraðbraut ehf.
Hraðbraut ehf., sem á og rekur hradnam.is, stofnaði á sínum tíma Menntaskólann Hraðbraut eða Hraðbraut. Skólinn var rekinn árin 2003 til ársins 2012.
Sérstaða Hraðbrautar fólst í því að útskrifa stúdenta á aðeins 2 árum. Tókst skólanum það með nýju hnitmiðuðu námsfyrirkomulagi. Breytingin fólst m.a. í því taka upp 6 vikna lotukerfi þar sem kenndar voru aðeins þrjár námsgreinar samtímis í stað þess að kenna 5 – 7 námsgreinar samtímis í heila önn eins og gert var í öðrum skólum. Á þessum árum útskrifuðu aðrir skólar stúdenta á 4-6 árum. Fram að þeim tíma að Hraðbraut tók til starfa var það talið með öllu óhugsandi að stytta nám til stúdentsprófs. Þegar Hraðbraut hafði stytt námstímann í 2 ár varð ljóst að 4-6 ára námstími var óskynsamleg meðferð á tíma íslenskra ungmenna. Í framhaldi af því var stúdentsnám í öllum skólum á Íslandi stytt í 3 ár.
Hraðbraut útskrifaði átta árganga af stúdentum, alls um 500 stúdenta. Starf skólans gekk vel og nemendur, sem voru vanir markvissum vinnuaðferðum, voru vel undir háskólanám búnir. Mikil ánægja var með skólann meðal nemenda og starfsmanna. Skólinn hætti störfum árið 2012 þegar ráðherra synjaði skólanum um endurnýjun á þjónustusamningi.
Kennitala Hraðbrautar ehf. er: 490403-2210.
About Ólaf Hauk Johnson, principal and teacher
Ólafur Haukur completed his degree in speed reading and study planning in New York in 1976, Cand. Oecon degree from UÍ in 1977 and a degree in teaching studies from UÍ in 1992. He has teaching – and administrative qualifications at all school levels.
Along with working on the Icelandic and foreign labor market, Ólafur Haukur founded the Speed Reading School, which he owned and ran for 25 years. The school was the first Icelandic school to offer a unique course in methods to increase reading speed. Also, Ólafur Haukur, together with Pétr Birn Pétursson, founded Summer School ehf.
Ólafur Haukur then led the establishment of the High Speed School. The school began operations in 2003. The structure of the program was based on Ólaf’s ideas about concise learning. The work of the school was shaped by a curriculum that had no parallel. The form was based on a well-planned session study
matriculation degree in just 2 years. After Hradbraut graduated students in 2 years, studying for the matriculation exam was shortened to 3 years.
From his superior intelligence, it can be seen that Ólafur has unhesitatingly taken untrodden paths when organizing studies with the aim of improving results. Hradbraut’s accelerated learning offered here is the latest example of such a thing. During the course, students are invited to learn about methods that will result in increased speed in learning and improved results in training in sports and arts. These methods are based on the research of the world’s leading scientists in the 21st century.