Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Fréttir

Breytingar á stjórn Menntaskólans Hraðbrautar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Breytingar á stjórn Menntaskólans Hraðbrautar.

Pétur Björn Pétursson hefur látið af starfi í stjórn Menntaskólans Hraðbrautar að eigin ósk. Er Pétri Birni þakkað gott starf í þágu skólans.

Stjórn skólans skipa nú: Höskuldur Ásgeirsson formaður, Bjarni Jónsson og Helga Guðrún Johnson, varamaður er Benedikt Sveinsson.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

 

Ágætu stuðningsmenn Menntaskólans Hraðbrautar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Ágætu stuðningsmenn Menntaskólans Hraðbrautar.

Þetta er síðustu skilaboðin sem ég skrifa á heimasíðu Menntaskólans Hraðbrautar í bili. Mun ég eftirleiðis halda mig við mína persónulegu Facebooksíðu. Þeir sem vilja fylgjast með geta litið þar við.

Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort skólinn sé endanlega hættur. Stundum er þetta frá fólki sem vill kaupa eigur skólans á eðlilegu verði en stundum vill fólk aðeins gera gera „góð kaup á brunaútsölunni“ eða jafnvel fá eigur hans gefnar. Til að eyða því máli vil ég segja hér að ég hef ákveðið að bíða með brunaútsöluna.

Hinir sem spyrja um skólann eru þeirrar skoðunar hann hafi verið mikilvæg nýjung og nauðsynlegur valkostur í framhaldsskólaflórunni. Hvetja þeir mig til að gefast alls ekki upp. Ég eigi enn að leita leiða til að ná nýjum þjónustusamningi við ríkið enda haldi þau rök ekki vatni sem ráðherra hefur gefið fyrir því að gera ekki nýjan samning við skólann. Ráðherra hefur sagt að ekki sé til peningur til að gera samning við skólann vegna þess að þann pening þurfi að taka frá öðrum skólum. Það er ekki rétt.

Það vita þeir sem þekkja til reksturs framhaldsskóla á Íslandi að ríkið greiðir skólum fyrir kennslu þeirra nemenda sem þar stunda nám og þreyta próf. Ekki er greitt með öðrum. Það merkir auðvitað að með þeim nemendum sem stunduðu nám í Hraðbraut var ekki greitt annars staðar..... hvergi! Allt tal um að ekki séu til peningar til að bjóða valkost eins og Hraðbraut var lýsir annað hvort vanþekkingu á því hvernig kerfið virkar eða er vísvitandi útúrsnúningur. Greiðslur til Hraðbrautar vegna hvers stúdents voru þær lægstu sem þekkjast. Enginn skóli á landinu útskrifaði stúdenta fyrir jafn lága upphæð. Að auki bendum við á að ævitekjur stúdenta Hraðbrautar eru, vegna lengri starfsævi að námi loknu, 5% hærri en stúdenta annarra skóla. Skatttekjur ríkisins vegna þessara auknu ævitekna nema mun hærri upphæð en ríkið greiddi vegna náms þeirra. Ríkið hefur því beinan fjárhagslegan ávinning af því að sem flestir stundi nám í skóla eins og Hraðbraut. En það er ekki bara ríkið sem hefur af því ávinning, ávinningur nemendanna er enn meiri.

Að síðustu minni ég það augljósa sem virðist alveg gleymt: Skólakerfið er til fyrir nemendur þessa lands, ekki kennara, ekki starfsmenn ráðuneytisins og ekki fyrir ráðherra né stjórnmálaflokka. Þarfir nemenda eiga að ráða ferðinni, ekki annarra. Að gefa nemendum ekki þann möguleika að ljúka framhaldsskóla á skemmsta tímanum, tveimur árum eins og Hraðbraut bauð, er vanvirðing við þá sem skólakerfið á að þjóna.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

 

Tilkynning til nemenda

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Skólasetning verður í skólanum fimmtudaginn 14. ágúst. Við skólasetningu fá nemendur upplýsingar um námsgreinar í fyrstu lotu, bókalista o.fl. Skólastarf hefst síðan samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. ágúst.

Ennþá eru nokkur pláss laus í skólanum. Áhugasamir geta haft samband í síma 565-9500.

 

Viltu vera í hópi þeirra bestu og útskrifast sem stúdent eftir tvö ár?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Opið fyrir umsóknir!

 

Viðurkenning Hraðbrautar - stúdentspróf á aðeins tveimur árum!

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Viðurkenning Hraðbrautar í höfn - stúdentspróf á aðeins tveimur árum!

 

Nú er ljóst að að Menntaskólinn Hraðbraut mun hefja starf að nýju í haust eftir tveggja ára hlé.

 

Viðurkenning á Menntaskólanum Hraðbraut hefur verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í nokkurn tíma.

Ráðherra hefur staðfest að umsókn skólans uppfylli skilyrði og jafnframt veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs á náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.

 

Þeir sem vilja kynna sér málið eru velkomnir í skólann. Skólinn er opinn frá 9.00 – 12.00 og frá 14.00 – 16.00 alla virka daga.

 

Hægt er að sækja um skólavist með því að smella á hlekkinn: Umsókn um skólavist hér til hliðar.

 

Ólafur Haukur Johnson

skólastjóri

 

 

 

 

Hraðbraut tekur til starfa á ný

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný!

Stúdentspróf á tveimur árum verður í boði á ný. Námið verður byggt á nýrri aðalnámskrá. Nám nemenda sem hafa lokið hluta náms í framhaldsskóla í samræmi við eldri námskrá verður þó metið í skólann.

Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa næsta haust. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um geta gert það hér eða á hlekkinn Umsókn um skólavist í valmyndinni hér til hliðar. Umsóknarferlið i Hraðbraut er aðskilið umsóknarferli í aðra framhaldsskóla og því geta þeir sem sækja um skólavist í Hraðbraut gert það þótt þeir sæki um skólavist í aðra skóla. Stjórnendur annarra skóla fá ekki vitneskju um umsóknir í Hraðbraut.

Allir sem sækja um skólavist verða boðaðir í viðtal í skólanum á tímabilinu 12. maí til 10. júní. Skólinn verður lokaður til 12. maí en verður opinn alla virka daga eftir það frá 9.00-12.00 og frá 14.00-16.00. Þeir sem vilja kynna sér námið í skólanum geta farið á heimasíðu skólans. Vakni einhverjar spurningar má senda tölvupóst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Öllum spurningum verður svarað.

Menntaskólinn Hraðbraut verður rekinn án fjárstuðnings ríkisins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. Ekki er hægt að bíða með að hefja skólastarf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mikill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skólagjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir). Það er engu að síður mun lægri kostnaður á hvern „ársnema“ en í nokkrum öðrum framhaldsskóla á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr en kostur er á öðrum skólum er mikill, miklu meiri en nemur skólagjöldunum.

Beiðni um viðurkenningu skólans bíður afgreiðslu hjá mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur staðfest að skoðun hafi farið fram og beiðnin sé í samræmi við lög 92/2008 og reglugerð 426/2010. Skólinn fær því væntanlega viðurkenningu næstu daga.

 


Skóladagatal

<<  Mars 15  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
        1
  2  3  4  5  6  7  8
  9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031