Viðurkenning Hraðbrautar - stúdentspróf á aðeins tveimur árum!

Fimmtudagur, 22. maí 2014 15:37
Prentvæn útgáfa

Viðurkenning Hraðbrautar í höfn - stúdentspróf á aðeins tveimur árum!

 

Nú er ljóst að að Menntaskólinn Hraðbraut mun hefja starf að nýju í haust eftir tveggja ára hlé.

 

Viðurkenning á Menntaskólanum Hraðbraut hefur verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í nokkurn tíma.

Ráðherra hefur staðfest að umsókn skólans uppfylli skilyrði og jafnframt veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs á náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.

 

Þeir sem vilja kynna sér málið eru velkomnir í skólann. Skólinn er opinn frá 9.00 – 12.00 og frá 14.00 – 16.00 alla virka daga.

 

Hægt er að sækja um skólavist með því að smella á hlekkinn: Umsókn um skólavist hér til hliðar.

 

Ólafur Haukur Johnson

skólastjóri