Eignir Hraðbrautar seldar!

Sunnudagur, 16. ágúst 2015 21:45
Prentvæn útgáfa

Eignir Hraðbrautar seldar!
Eftir að hafa beðið eftir nýjum þjónustusamningi með fullbúið 2000fm skólahúsnæði í óvissu í nokkur ár tókum við þá ákvörðun að selja allar eigur skólans enda kostnaður orðinn óheyrilegur. Það þýðir ekki að við höfum hætt við að berjast fyrir endurkomu Hraðbrautar. Það munum við auðvitað gera áfram. Þótt ekki hafi tekist enn að ná nýjum þjónustusamningi við ráðuneytið, sem er okkur svo sannarlega þungbært, gleðjumst við eigendur yfir farsælum árangri þeirra sem skólann sóttu og ekki síst yfir því að nú efast enginn lengur um það að fjögurra ára nám í framhaldsskóla er sóun á tíma og verðmætum. Stúdentsprófsnám er nú almennt 3 ár (Hraðbraut var með tveggja ára nám). Það er spor í rétta átt og því mikið fagnaðarefni.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri