Lekamál Katrínar Jakobsdóttur

Þriðjudagur, 03. nóvember 2015 17:45
Prentvæn útgáfa

Lekamál Katrínar Jakobsdóttur

Í september á sl. ári kærði ég Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi ráðherra fyrir leka á trúnaðarupplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu í pólitískri aðför að Menntaskólanum Hraðbraut árið 2010. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að málið sé fyrnt og að ekkert verði gert í því.

Það er hafið yfir allan vafa að úr ráðuneytinu var lekið trúnaðarupplýsingum. Það að ekki hafi tekist að staðfesta hverjir það gerðu er mjög slæmt fyrir aðra en hina seku. Ekki síst er það slæmt fyrir saklausa einstaklinga í hópi embættismanna ráðuneytisins sem liggja undir grun í þessu alvarlega máli. Við því get ég því miður ekkert gert en bið þá hér með afsökunar á þeim óþægindum sem málinu hefur fylgt.

Ólafur Haukur Johnson